Heimir - 01.12.1909, Side 23
H E I M I R
95
eins og trúarþröngsýni og hleyþidómar hafa orðiö inörguni
öðrum aö fjörtjóni í veraldarsögunni. Hann dó scm píslavottur
og hvarf inn í hiö óendanlega til þess frá þeitn degi að dvelja
meö sínum föður og vorum fööur, meö sínum guöi og vorum
guh.
SMÁVEGIS
líf þaÖ er ekki rétt, þá ger það eigi, ef þaÖ er ekki satt þá
tala þaö eigi. Haltu æfinlega hiklaust fram ákvöröunum þínum
og tilgangi og vertu laus viö alt ófrelsi og nauösyn.
Lát ei lengur dragast aö skilja, aö í sjálfum þér er eitthvað
betra og guödómlegra en ástríöur þínar, girndir og tilhneiningar.
Hvaö er þaö sein nú býr í huga mínum ? Er það ótti, eöa
grunsemd, eöa girnd, eöa nokkuö þess háttar? Aö gera ekkert
vanhugsaö og tilgangslaust, lát Þaö Vera aöal áhyggju þfna.
Þar næst, aö hafa engan annan tilgang en hina almennn
velferö. Því eftir stutta stund verður þú ekki lengur hér; og
ekki munu heldur þessir hlutir, sem þú sérö, né þessir menn
sem þú lifir meö verða til. Þvf allir hlutir veröa, eöli sfnu
Samkvæmt, aö breytast og hverfa til þess að annaö geti komiö í
þeirra stað. — Mark Aurelins.
Maður nokkur spurði örninn: Hvers vegna elur þú upp
Unga þína svo hátt upp í loftinu ?
Örninn svaraði: tnundu þeir voga sér svo nálægt sólunni
ef þeir ælust upp niðri á jöröinni ?