Heimir - 01.04.1910, Qupperneq 6

Heimir - 01.04.1910, Qupperneq 6
■74 H E I M I R verið maður og hafnaði fjórða-guðspjallinu. Fyrir þessar skoðanir vai hann gerður rækur úr kyrkjunni af Viktor biskupi, sem var ákafur fylgismaður annarar stefnu, sem þá var ráðandi í kyrkjunni þar. Samkvæmt þessari stefnu voru faðirinn og son- urinn ein og hin sama vera; faðirinn sjálfur þoldi kvaiir á krossinum, sögðu formælendur hennar. Um all langan tíma skiftist kyrkjan í Róm í tvo flokka, en að lokum varö sáflokkur- inn, sem hélt fram, að Jesús hefði verið guö, yfirsterkari, og kyrkjan var sameinuð í eina heild og varö upp frá því aðal vígi rétttrúnaðarins. Skoðanir Þeódótusar flokksins héldust við enn um nokkurn tíma eftir að þær dóu út í Róm. Skömmu eftir miöja öldina var biskup í Antíokkíu, sem Páil hét frá Sarnosata. Hann kendi að guð væri einn og óskiftilegur; Jesús hefði fæðst maður en sökum yfirburða hans yfir aðra menn lrefði guðlegur kraftur tekið sér l^ústað í honum. Hann var kæröur fyrir villutrú, en gat lengi varið sig. Loks var'hann samt geröur rækur úr kyrkjunni 268, og með honum hvarf stefna sú, sem hann barð- ist fyrir. Eftir að Pál! frá Samosata og áhangendur hans voru reknir úr kyrkjunni lá deilan um Krist niðri þar til snemma á fjóröu öld, þá byrjaði hún aftur og var háð af miklu kappi á báðar hliðar. I Alexandríu var biskup, sem Alexander hét, sem var mjög mótfallinn upphafni ngarkcnningunni gömlu og skoðunum Orígenesar, er hann áleit að ekki hefði verið nógu nálægt rétt- trúnaði kyrkjunnar. Þar var einnig maður, er Aríus hét, sem aðhyltist þá skoðun, að Jesús hefði haft mannlegt eöli, Aríus var vinsæll og átti marga fylgjendur í Alexandríu. Hrátt sló í deilu með honum og Alexander. I þessari deilu tók ungur maður Aþanasíus að nafni þátt. Þlann fylgdi Alexander að málum. Deilan harðnaði, þar til allsherjar kyrkjuþing var kallað sainan í Níkeu, 325, til að útkljá hana. Á Níkeuþinginu skiftust menn í þrjá flokka. í þriðja flokknum voru þeir sem vildu koma á sættuin á milli Aþanasíusar og Aríusar og fylgjenda þeirra. Fyrir þeim flokki var Evsebíus nokkur, er síðar varð

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.