Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 9

Heimir - 01.04.1910, Blaðsíða 9
Ii E I M I R 177 Um miöja síöastliöna öld, gerönm vér alt sem vér lífsins mögulega gátum, til aö sýna það og sanna, að tunga vor, þióð- menning og bókmentir ættu beint rót sína að rekja til Islands. Norðmenn hafa mótmælt þessu, og breitt út faðminn móti Islendingum sem þeirra sönnu bræður. Islendingar ættu þó ekki aö misvirða þetta við oss. Getur nokkur stærri vináttumerki en j>essar tilraunir vorar til að komast í nánara skyldleika samband við yður ? Þaö sýnir ljós- lega, liversu göfugt vér álítum það, aö geta taliö yður vora nán- ustu ættingja. Eins og flestir Islendingar, að þvísem haldið er, eiga ætt sína aö rekja til norskra kotiunga, svo sern Haraldar Hárfagra, þannig á hin danska þjóðmenning rót sína aö rekja til Islands. Setjum nú svo að ættartalan sé skakt rakin, vér teljúrn það engu að síður oss til ágætis. Margir miklir menn eru stundum upp með sér af ímynduðu ætterni. Jafnvel Michel Angeló, sem fann ekki neitt til sín sakir hæfileika sinna, var upp með sér af skyldleika sínum viö Mark- íann af Canossa, sem þó var hreinasti hugarburöur. Hann setti í skjaldarmerki sitt hund með beini — hann átti sannarlega skilið betra skjaldarmerki—af því Canossa eftir 'miöalda orð- mynd einni, þýddi Canis Ossa (hundsbein). En að uppruni danskrar menningar sé af forníslenzku bergi brotinn, er áreiðanlega enginn hugarburöur. Það er ekki sök þeirra, sern nú eru uppi, aö á ineiri hlutanum af þeiin 500 árum sem ísland hefir heyrt Danmörku til, hefir verið litiö til eylands þessa með augum fjárplógsgirndarinnar. Verzlunarfrelsi á Islandi var drepiö meö einokun. Enn þann dag í dag gefur stjórnin ekki gaum hinum sanngjörnustu kröfum og óskum Islendinga. Við viljum það ekki len'gur og heimtum aö fá því breytt. Á einokunartímunum gáfum vér hinni fornhelgu ágætu eyju þorsk aö skjaldarmerki. Þaö er fyrst nú á voruin dögum að merki þessu hefir verið breytt í fálka. Vér vitum nú að íslenzk þjóðmenning er aðalsbréf vort hjá Evrópuþjóðunum; vér getum því ekki sæmdar vorrar vegna án Islands veriö. Það sem Islendingum og Dönum ber á milli ættu þeir saineiginlega aö geta jafnaö meö sér. Islendingar eins og

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.