Heimir - 01.04.1910, Qupperneq 23

Heimir - 01.04.1910, Qupperneq 23
H E I M I R 191 málinu endaöi á því, aö Imám Din sagöi honum, aö með sér- stöku leyfi mínu mætti hann leika sér eins og honum þóknaöist. Þetta hughreysti hann svo, að hann byrjaði aö marka út grund- völl fyrir byggingu, sem átti aö bera langt af þeirri fyrri. Mán- uöum saman veltist þessi feiti litli sérvitringur eftir sinni lítil- mótlegu braut innan um runnana og í moldinni; altaf var hann að byggja stórhallir úr visnurn blómum, sem hafði verið fleygt, sléttum smásteinum, glerbrotum og fjöðrum, sem hann, býst ég við, reytti af hænsnunum mínum—altaf einn og altaf raulandi. Einn dag var falleg, dröfnótt skel skilin eftir við síöustu bygginguna hans; og ég bjóst við að Muhammad Din mundi nú byggja eitthvaö óvanalega stórt og fagurt. Og það varö líka. Hann hugsaði sig urn nærri þW heilan klukkutíma, og raulið varð að gleðisöng. Svo fór hann aö marka fyrir í moldinni. Þaö hefði vissulega orðið stórkostleg höll þetta, því grunnurinn var tveggja álna langur og álnar breiður. En höllin varö aldrei f ullgerö. Næsta dag var enginn Muhammad Ðin f garöinum og ekkert "7'alaam tahitf' til aö bjóða mig velkomiftn. Eg var orðin vanur viö þaö og kunni illa við aö heyra þaö ekki. Dag- inn eftir sagöi Imam Din mér, að barniö væri dálítið veikt af hitasótt og þyrfti aö fá kínín. Það fékk meðaliö og enskan læknir. “Þeir hafa ekkert þol þessir krakkar,” sagði læknirinn unr leið og hann fór. Viku seinna, þó ég.hefði viljað gefa rnikið til að lcoma í veg fyrir það, mætti ég Imam Din,með einum vini sínum, á leiðinni til Múhatneöstrúarmanna grafreitsins, og hann bar, vafið innan í hvítan dúk, alt sern eftir var af litla Muhammad Din, ”—-y—~ - .

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.