Heimir - 01.02.1911, Qupperneq 2

Heimir - 01.02.1911, Qupperneq 2
I 22 HEIMIR II. Enn skal glaðna glugginn þinn! Tjaldið enn frá útsýn dregið, eins og fyr, og morgun-degið, skin og birta boöiö inn. Myrkriö á hér ekkert sitt, það sem byrgja þurfi að reyna. Það er engu hér að leyna, líkið skírt sem lífið þitt' Hafa, að vísu, um vangann þinn, þrautir, sem hér voru í verki, vilt um fáein rauna-inerki. Þó ersamur svipurinn; öllum hörmum hærri ró— Oft var mínum ástum hljóðum orðsiris varnað. Nema í ljóöum helzt er örðugt auð-sagt þó. Nokkur silfur-héluð hár þræða ljósra-Iita skrúða lokkana, enn svo þokka-prúða. Tákn um átta-tíu ár. Bjarmar yfir ennið slétt ennþá sama móöur-mildin, mannvits-þroskinn, hagleiks-snildin. Þar er ekkert æst né grett. III. Veðrið syrtir aftur að, úti er komin hríöar-móða, sem að hefði sólin góða flogið með þig strax af stað— Seinna þraut hún þá en nú, þegar grasa-göngu rinda gengum heima r fjallatinda áður saman, ég og þú.

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.