Heimir - 01.02.1911, Qupperneq 21
HEIMIR
141
fremur kyntist ég lítilega herra Jónasi Húnfjörö og Jóni Sveins-
syni. Er Jón mjög frjálslyndur og einlægur styrktarmaöur
Únítarískra skoðanna.
Oheppinn var ég aökomu í byggöina, því megn vesöld gekk
þar á mörgum heimilum og voru veikindi mikil á heimili Stepháns
skálds. Var móöir hans ný önduö, dætur hans tvær lágu þungt
haldnar, og sjálfur var hann sárlasinn. Þrátt fyrir þaö voru
viötökur hinar alúölegustu.
Hér á ekki viö að fara út í lýsing á byggðinni; aö mörgu
leiti er hún fögur yfir aö líta en fremur virtist mér hún erviö til
yrkju og tvímælalaust mun hún knýja flesta til “að neyta síns
brauös í sveita síns andlitis.” Kyrkjumál eru þar óákveöin. Þó
mun meiri hluti manna þar vel-frjálslyndur.
Beztu þakkir biö ég Heimi aö flytja Islendingum þar fyrir
ljúfar viötökur og ánægjulega vikudvöl.
R. P.
Úr bréfi frá Hnausum. Dagsett 10 Febrúar 1911.............
“Mér þykir kreddurnar fara að verða margar, ef það eru
kreddur hvers trúarflokks að tnia ekki, því sem einhver annar
trúir!!
Eg hefi að ininsta kosti aldrei heyrt það nefnda kreddu
fyrri..........”
Móðurhendur.
Saga Eftib Bjöbnstjerne Bjöunson.
Framhald.
“Eg kom heim, þegar komið var að fótaferöartíma. Og
næstu nótt fór þaö á sömu leið, og næstu nótt þar á eftir það
sama og svo koll af kolli. Eina nóttina rigndi, viö gengum
saman undir einni regnhlíf. Þaö var það sem réði úrslitunum.”
“Úrslitunum?—Hvernig?”
“Já, fyrst við einu sinni vorum búin aö leiöast, svo leidd-
umst viö upp frá því. ”