Iðunn - 01.02.1889, Qupperneq 8
2
Fr. Nielsen:
en hið tilvonanda fyrirliðaefni »hjálpræðishersins»
var þegar 14 vetra genginn í flokk meþódista, og
hjá þeim snerist hann ári seinna »til guðs». Um
sama leyti voru tveir ungir menn, er nýlega höfðu
gjört apturhvarf, farnir að leitast við að leiða menn
til lífernisbetrunar, með því að halda þar guðræki-
legar samkomur, og bauðst Vilhjálmur Booth, óð-
ara en hann sjálfur var snúinn á hjálpræðisveg,
til þess að vera í samvinnu við þá. Aður en liann
var 18 vetra, var hann búinn að fá orð á sig sem
leikpródikari. þegar meþódistar sáu, hvað mikið
honum var lóð, vildu þeir sem fyrst gjöra hann að
presti í sínu trúarfólagi, en læknir hans aftók það,
þar sem hann ekki mundi hafa heilsu til þess að
leggja svo mikið á sig, sem þeir þurfa, er stöðugt
standa í því, að reka menn á yfirbótarbekkinn.
Booth varð því enn um stund að sætta sig við
það, að vinna að verki síuu sem leikprédikari, og
það var ekki fyr en árið 1853, að hann varð prest-
ur. Sú grein meþódistaflokksins, er hann hafði
gengið í löguneyti við, var hin svonefnda »New
connexion#1, sem er ein hin fámennasta af meþó-
distadeildunum. jpessi deild meþódistanna er að
því leyti frábrugðin hinum, að allt skipulag henn-
ar er afarfrjálslegt, og var hún stofnuð árið 1797
af Alexander Kilham. En þetta löguneyti Booths
við þetta stjórnfrjálsa fólag liefir liaft þau áhrif á
liann, að hann er alveg móthverfur því að vilja láta
afl atkvæða ráða, þegar úr einhverju skal skera.
1) Árið 1880 voru ekki uema 26,000 mamia í þessari
grein meþódistaflokksins.