Iðunn - 01.02.1889, Síða 9
Hjálpræðisherinn. 3
jpegar vér heyrum fyrstu frásögurnar um prests-
leg störf Vilhjálms Booths, þá rekum vér oss í
þeim á nokkuð, sem meþódistar og sáluhjálparher-
inn eiga sammerkt í—þeir vilja hvorirtveggja geta
bent á átakanlegan árangur erfiðis síns. Fyrst var
hann prestur í London, en eptir nokkrar vikur fór
hann til eyjarinnar Guernsey. Af framkvæmdum
hans þar er þannig sagt: »Hann tók til starfa á
miðvikudegi. Fyrstu dagana bar ekki á neinu
merkilegu öðru en því, að einlægt fjölgaði þeim, er
á hann hlýddu, og apturhvarf manna varð alhug-
aðra, en á sabbatsdagiun játuðu þrír tigir mauua,
að þeir hefði höndlað hjálpræðið, og eptir 10 vikur
taldist svo til, að ekki færri en 300 manns hefði.
gengið guði á hönd. Iljálpræðisstarf hans breidd-
ist eins og eldur út um eyjuna. Hin kirkjufélögin
tóku upp aðferð hans, og árangurinn varð mikil
uppskera sálna». Frá Guernsey hélt svo Booth
lengra til þess að pródika iðrun og apturhvarf, og
meþódistablöðin gátu ávallt flutt nákvæmar skýrsl-
ur um, hve mikill væri árangurinn. í Nýja-Kast-
ala sneri hann á einni viku 290 manns, í Sheífield
á einum mánuði 663, og þar frarn eptir götunum.
En svo mikil ofstæki og ærsl urðu á samkomum
þeim, er Booth hélt, til þess að vekja menn til
apturhvarfs, að enda meþódistum þótti nóg um,
og var reynt að fá hann til þess að gegna prests-
þjónustu á tilteknum stað í friði og spekt, þó ekki
væri nema fáein ár. En svo mikil víkingslund var
í hinum tilvonanda fyrirliða hjálpræðishersins, að
1 ekki leið á löngu, áður en hann vildi leggja upp í
1*