Iðunn - 01.02.1889, Qupperneq 10
4
Fr. Nielaen:
nýjan leiðangur sem guðspjallari. En 1861 vildi
meþódistasamkundan ekki nota hann til þeirrar
þjónustu, og réð hann þá af að fara sinna ferða.
það var kona hans, er fastlega hvatti hann
til þess að fylgja þessari guðspjallara köllun, er
hann þóttist hafa, og er það á öllu auðséð, að
þegar líður sjálfan fyrirliðann, þá kveður ekki að
neinum í öllum sáluhjálparhernum, eins og að frú
Katrínu Booth. í sórhverri trúarbragðahreyfingu
hafa konur eitthvað komið til sögunnar, og þess
eru dæmi í kirkjusögunni, að í sumum trúarflokk-
um hefir mest kveðið að aðgjörðum kvennfólksins,
og konurnar ljósast lýst því, hvað flokkurinn hefir
einkennilegt borizt fyrir. Af prédikunum þeirn og
ræðum, sem frú Booth hefir látið prenta eptir sig,
getum vór séð, að hún er kona hrifin af trú, og
hennar hjartgróna guðrækni fær einkennilegan blæ
við það, að henni er samtvinnuð framtakssemi og
dugnaður, ásamt glöggri greind á því, hvað helzt
er nauðsynlegt, sem opt fylgir enskum konum.
Sem móðir er hún hróðug yfir því, að öll börn
hennar, bæði synir og dætur, ganga í »hjálpræðis-
herinn#; og hún sér glögglega hin miklu mein mann-
legs félags, að því er snertir trúarbrögðin og trú-
rækni, og henni blandast eigi hugur um það, hvern-
ig helzt megi ráða bót á þeim ; hún er einnig öt-
ull og atkvæðamikill formælandi kvennfrelsisins. í
ritlingi, sem að efnisskipan og orðfæri er afbragðs-
vel saminn, hefir hún haldið fram rjetti kvennfólks-
ins til þess að prédika evangelíum, og ef leggja mætti
trúnað á spásagnir hennar, þá yrði þess ekki langt
að bíða, að konur f öllum kirkjufólögum fengi leyfi