Iðunn - 01.02.1889, Page 11
Hjálpræðisherinn.
5
til þess að prédika í kirkjum og verða prestar, en um
þetta hafa þó enn sem komið er margir, og það hinir
einbeittustu formælendur kvennfrelsis í þegnlegum
efnum, viljað synja konum. En frú Booth segir:
»Ætti ekki kvennfólkið, sem af guði er gætt fegurð
og þokka að vexti og yfirliti, sem flestum er lagn-
ara að koma svo orðum sínum, að mönnum verði
hughvarf við, og sem guð hefir gefið örvar og næm-
ar tilfinningar og viðkvæmni, ætti því ekki einnig
að vera leyft það, að vera prestar». Voru ekki
spákonur á dögum hins forna sáttmála ? og voru
ekki í hinum fyrstu kristnu söfnuðum konur gædd-
ar náðargjöf spádómsandans ? Frú Booth vill
sanna það með orðum heilagrar ritningar, að kon-
ur hafi rótt til þess að verða prestar, og að það
sé ekki nema »ósiður», sem við hafi gengizt í 18
aldir, að fyrirmuna þeim það, og til þess að sanna
þetta, verður hún að hleypa sér út í biflíuþýðingu,
og meðal annars er fjölorð. rannsókn um það,
hvernig réttast sé skilið gríska orðið Xakeiv, er
stendur í 1. Kor. 14, 34. Og svo tekur hún fyrir
allar merkiskonur biflíunnar og kirkjusögunnar, til
þess af dæmum þeirra að sanna það, að konur
hafi þessa köllun til kennimannsskapar. þær Föbe
þjónustukona, og fjórar dætur Filippusar guðspjalla-
manns, er allar höfðu spádómsanda, frú Guyon,
móðir Jóns Wesleys, og Elisabet Fry eru allar
taldar upp, ekki til þess að sanna það — sem
kirkjan aldrei hefir neitað — að konur geti unnið
stórmikið gagn í þarfir guðsríkis, heldur því til
sönnunar, að kristinn söfnuður hér eptir eigi að