Iðunn - 01.02.1889, Síða 13
Hjálpræðisherinn.
7
allt skipulag mannlegs félags, sem er viðfangsefni
þessarar aldar} og sem hjálpræðisherinn hefir látið
talsvert meira til sín taka en nokkurn tíma kvenn-
frelsismálið. Hjálpræðisherinn vill vera trúarbrögð
fjórðu eða fimmtu stéttarinnar. Miklu eindregnara
en hinn gamli meþódistaflokkur beinist hjálpræðis-
herÍDn að þeim hluta þjóðarinnar, sem sí-ókyrr, eins
og hið brimsollna haf, riður undir þær breytingar
og byltingar, sem eru að verða og við má búast.
I einni af ræðum þeim, er frú Booth hefir haldið
fyrir merkum og mikilhæfum mönnum ýmsra stétta,
um það, hvernig hjálpræðisherinn horfði við ríki
og kirkju, hefir lmn bent á það, að einkanlegt
starfsvið hjálpræðishersins só hinar svonefndu
»hættulegu stéttir». Hún hefir haldið því fram, að
hlutverk hjálpræðishersins væri ekki bundið við
-England eitt, heldur þyrfti að taka til allra þjóða,
og því til sönnunar hefir hún bent á lögjafnaðar-
menn Erakklands og þýzkalands, á svörtu hend-
ina á Spáni, á nihilistana á Eússlandi. Meðal
annars segir hún: »Eg hefi opt hvíslað því að
mauninum mínum : betur væri að við gætum feng-
ið stjórnmálaskörungana okkar, ráðgjafana, alla
mannvini, alla skynsama kristna menn og kaup-
menn vora til þess að líta áþennan óaldarsæg». Sam-
úel Morley sagði það, að þeir sem bæri gæfu til
þess, að láta dreggjar lýðsins fá kynui af sönnum
kristindómi, mundu vera hinir mestu velgjörðamenn
Englands; og hann var ekki óðara búinn að segja
það, en frú Booth var komin, og kvað lijálpræðis-
herinn vera boðinn og búinn til þessa. 1 ræðu
sinni, sem hún hélt um : 1 How to exalt the mas-