Iðunn - 01.02.1889, Síða 14
8
Fr. Nielsen :
sesi) (h\ ernig á að hefja upp múgann), leitaðist
hún við að sýna, að hjálpræðisherinn ynni það sem
Samúel Morley hefði óskað eptir. Hún segir:
»J>að sýnist sitt hverjum um það, hver vegurinn sé
beztur til þess að hefja þjóðina; sumir segja:
•gefið þjóðinni betri lög»; eg segi við því já og
amen; það er gott og blessað, að fá góð og réttlát
lög ; aðrir segja: sjáið landslýðnum fyrir betri
uppeldisfræðslu—. Og gott er það ; gott uppeldi er
í sjálfu sér mikil blessun. þá segja enn aðrir:
Sjáið þeim fyrir góðum og rúmum hýbýlum. Eg
segi sama til; það er gott og blessað ; notaleg og
rúmgóð hýbýli eru dyggðinui góður styrkur, þar
sem annars nokkurri dyggð er fyrir að fara ; en
þeirri dyggð, sem engin er, verður ekki viðhjálpað».
jþað þarf því annað og meira, og því bætir hún
við : »Vér höfum fundið, hvernig kristnir mannvinir
geta bezt varið peningum sínum til þess að vekja
múgann og bjarga honum við ; vér prédikum hon-
um Jesú Krists sanna evangelíum, og vér prédikum
það með krapti andans».
það ætti nú að sjást á því, sem eptir kemur,
hvað mikið er hæft í þessum ummælum frú Booth.
En eitt er vafalaust, og er það það, að frú Booth
og maður hennar kunna vel að öllum undirróðri
og æsingum. í stjórnmáladeilum þeim, er einatt
ganga í Englandi, er talið sjálfsagt að beita alls-
konar æsingum, svo að þar hafa menn fengið mikla
reynslu fyrir því, hvað helzt muni hrífa, og þessa
reynslu hefir höfuðforingi hjálpræðishersins fært sér
í nyt. Ef æsingar og undirróður eiga að koma
einhverjum flokki að haldi, þá verður í þeim flokki