Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 15
Hjálpræðislierinn. 9
að vera fast skipulag og fullkomin hlýðni ; þetta
hefir herra Booth getað séð á fiokkadeilunum með-
al landa sinna, og hefir hann látið reynslu þeirra
sér að kenningu verða, og komið því fasta skipu-
lagi á flokk sinn og þeirri skilyrðislausu hlýðni, að
næst gengur aga þeim, er tíðkast í kristmunka-
reglunni; og er það eitthvað hálfskrítið, að hjálp-
ræðisherinn, sá flokkur prótestanta, er lengst fer í
því að losa um öll bönd, hann skuli semja skipu-
lag sitt svo áþekkt því, sem lið það hafði, er bjarga
átti rómversku kirkjunni á dögum siðbótarinnar,
en það var, sem kunnugt er, kristmunkarnir. í
hjálpræðishernum hefir allsherjarfyrirliðinn (gene-
ral) alvaldsráð ; hann hækkar alla að virðingum,.
og hann skipar fyrir um þuð, hvar liver einn hafi
stöðvar sínar; hann fær skýrslur um allt, sem
fyrir herinn kemur, sigursældir hans og ófarir, allt,
smátt og stórt. Hann hefir látið semja reglur fyrir
aðbúð þeirri, sem fyrirliðar hjálpræðishersins ætti
að hafa; í þeim er brýnt fyrir þeim að eta heldur
of lítið en of mikið, að laugast köldu vatni, að vera
þurr í fæturna, og vera í ullarfatnaði innst klæða;
en reglurnar enda á þessu: »Sneiddu hjá öllum
læknum, ef þú með nokkuru móti getur. Ef þú
verður að marki veikur, þá gerðu allsherjarfyrir-
liðanum orð um það». Generalinn vill ávallt vita,
hvernig heilsufarið er í hinni fjölmennu foringja-
sveit. það er ekki svo sjaldgæft, að veikindin geta
komið að góðu haldi, þegar vekja þarf eptirtekt á
hjálpræðishernum. þannig gerði það töluverð áhrif
á suma þá, er hlýddu á ræðu frú Booth um :
»How to exalt the masses», þegar hún benti á einn.