Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 16
10
Fr. Nielsen:
af forgöngumönnum þessarar kirkjuhreyfingar;
hann sat þar með glóðarauga, nefið barið til óbóta
og hnéð lemstrað; þetta voru áverkar eptir or-
ustu, er fyrir nokkrum dögum hafði orðið á stræt-
unum í Gravesend.
II.
Að því er virðist, þá var það af hreinni til-
viljun, að þessi nýi flokkur tók upp hermannabún-
búnað. William Booth og kona hans höfðu í mörg
ár haldið úti innanlands kristniboði að hætti me-
þódista, án þess að starf þeirra bæri nokkur þau
merki, er væri verulega frábrugðin þeim, er menn
almenut geta búizt við, þar sem revivals (endur-
\ifganir) meþódista fara fram. Með dugnaði sín-
um höfðu hjónin smámsaman sett á stofn æði-
margar trúarboðsstöðvar, og höfðu gert út fjölda
guðspjallara, og eptir 1875 gegndu þeirri sýslan
einnig konur, er höfðu fengið tilsögn hjá þoim
hjónum. En það vantaði enn, að þetta lið hefði á
sér hermannssið og snið. Jpeir semBooth voru ná-
komnastir, kölluðu hann að vísu við og við í hálfgild-
ingsgamni allsherjarfyrirliðann (general), en engum
hafði hugkvæmzt að fara lengra út í það. það var
ekki fyr en f október árið 1877, að einum af guð-
spjöllurunum hafði liugkvæmzt að kalla sjálfan sig
»flokksforingja» , trúarboðsliðið »hallelúja-herinn»,
og verk það, er hann liafði fyrir stafni, »stríðið í
Whitby». En þetta var ekki nema uppátæki eins
einstaks manns, og hafði engin frekari eptirköst.
En þegar farið var að gefa út skýrsluna um hina
svonefndu East London Christian Mission, sem