Iðunn - 01.02.1889, Síða 17
Hjálpræðisherinu. 11
Booth og írændlið hans hélt úti, þá sagði Georg
Railton um hann : þessi kristilega trúboðun. er lier
af verkmönnum, er apturhvarf hafa gjört og sjálf-
viljugir boðizt í herþjónustuna — en þessi Georg
Railton hefir á hendi ritstörf fyrir herinn, að því
er frú Booth segir. En þegar Booth sá þetta,
sagði hann : »Nei, vér erum eigi sjálfviljugir; því
vér finnum að vér eigum að gera það sem vér ger-
um ; það er ekki nema skylda vor; og svo stryk-
aði hann yfir orðið sjálfviljugir, og setti »hjálpræð-
is» í staðinn. »ji>etta orðtak féll oss þegar í stað
vel í geð, skrifar Georg Railton, og vór komumst
brátt að raun um, að það var æðimikið áhrifameira
en gamla nafnið». jpað, sem áður var nefnt »trúar-
boðsfélagið kristilega*, varð brátt miklu sigursælla
undir nafninu »hjálpræðislierinn».
Orðfæri heilagrar ritningar er svo auðugt af
samlíkingum, að það hefir verið auðgjört meðhana
sem fyrirmynd, að setja fram samband guðs við
heiminn og mannkynið í margháttuðnm samlíking-
um. Sum félög og flokkar hafa einkum haft auga-
stað á þeirri samlíkingunni, þar sem sambandið
milli guðs og Israelslýðs er sett fram sem hjúskap-
ur, og út af þessari samlíkingu hafa þeir svo spunn-
ið langt hugsanakerfi, mjög sérvizkulegt og fjar-
stætt orðum ritningarinnar. Páll postuli hefir
skoðað kristinn söfnuð sem heilagt musteri byggt
upp af undirstöðum spámanna og postula ; af þess-
ari samlíkingu dregur frímúrarafélagið umtt.l sitt
um musteri meunskunnar, og það, að postulinn á
einum stað nefnir guð »höfuðsmið» heimsins, hefir
með því félagi gefið tilefni til þess fjölda af tákn-