Iðunn - 01.02.1889, Síða 18
12
Fr. Nielsen :
um og orðtækjum, er dregin eru af byggingarlist
og múrsmíði. Orð ritningarinnar um baráttu við
hold og blóð og við andlegan her illskunnar undir
himninum, og um trúna sem þú, er vinnur sigur
yfir heiminum, hafa að fornu fari gert það að verk-
um, að kristnum mönnum fannst það nærri liggja, að
skoða líf sitt og safnaðarins sem stríð og baráttu.
J>að var þegar á 2. öld orðið algengt, að kalla líf
kristins manns »hersýslu» Krists. Og í N. T. vant-
ar heldur ekki lýsingar á þessari hermennsku í
einstökum greinum. Páll postuli hefir í fyrsta
brjefinu, sem hann ritaði, gefið lýsingu á vopna-
búnaði kristins manns (1. |>essal. 5.), og þegar vér
berum saman orð hans þar við orðatiltæki, sem
hann hefir í brjefi síðar rituðu (Efes. 6.), þá get-
um vér séð, hvernig þessi samlíking hefir vaxið
hjá honum. Hann hefir sjálfsagt opt í kenning-
um sínum haft þessa samlíking, sem lá svo nærri.
í mörgum af klaustrum miðaldanna voru myndir
gerðar eptir þessari samlíking, og þessi samlíking
kom heldur en ekki vel heim, þegar kristin þjóð
þurfti með herskildi að fara að berjast til þess að
frelsa úr höndum ómildra manna landið helga með
öllum þess helgu stöðum. Og seinna á öldum,
þegar rammgjörvum veggjum Eómaborgar lá við
hruni fyrir hörðum árásum siðbótarinnar, þá voru
það þessar samlíkingar ritningarinnar um stríð og
baráttu, er hrifu huga Inigo Loyla, svo að það er
ekki um skör fram, að hvíldarstaður hans hcfirverið
skreyttur eintómum bardagamyndum.
Að vísu var það svo, að Booth lengi vel fyrst
í gamni hafði verið kallaður general, og að það