Iðunn - 01.02.1889, Síða 19
Hjálpræðisherinn.
13
virtist vera tilviljun ein, að hann hafði orðatiltæk-
ið »hjálpræðisher» um samverkamenn sína, en úr
því að nafnið var komið á, þá hefir hann haldið
fast við^samlíkingu þá, er það á ætt sína til að
rekja. Og hér hefir þá farið líkt og opt áður í
kirkjusögunni; kenningar og guðsþjónusta, tráar-
setningar og tíðagjörð hafa ávallt hlotið að verka
til muna hvað á annað. þetta atvik, að Booth
lét leiðast til þess að kalla sig allsherjarfyrirliða
hjálpræðishersins, dró margt fleira með sér. þegar
haun fór að skoða sig sem hershöfðingja, þá komu
fram hjá honum ósköpin öll af samlíkingum, sem
voru fjarstæðar öllu því, er sézt hefir í ritningunni,
því í samlíkingum sínum fer hún aldrei svo langt,
að þær hætti að eiga við. Honum var ekki nóg
að tala um stríð og baráttu kristilegs lífs, eða her-
klæði kristins manns. Nú átti að gera nbænaskot-
hríð»; við stöku hátíðleg tækifæri áttu allir að
rétta upp hendurnar, eptir skipun fyrirliðans: byssu-
stingina — fasta. það þurfti að fara njósnarferðir,
halda herráð, og herforingjastefnur, og á safnaða-
fundunum voru þeir sýndir sem »herfang», er til iðr-
unar höfðu snúizt. Nú átti ekki framar að tala um
prestadjákna eða safnaðaröldunga. I stað safnað-
arins kom nú her, undir forustu allsherjarfyrirliða,
en. undir honum stóðu fylkisstjórar, sveitarforingj-
ar, hundraðshöfðingjar o. s. frv.
Hið fyrveranda meþódiska trúarboðsfélag fékk
nú aðalherstöðvar sínar 1 London, og hvervetna
þar sem hjálpræðisherinn lagði fram, hafði hann á
lopti rauðan fánann, sem á var dregið blóð og eld-
ur — blóð Jesú Krists og eldur heilags anda. —