Iðunn - 01.02.1889, Side 20
14
Fr. Nielsen:
Booth samdi norders and regulations for the Salva-
tion Army», eptir hermannakveri Sir Garnet Wol-
seleys ; í því eru gefnar allar nauðsynlegar leið-
beiningar um það, hvernig haga skuli njósnarferð-
um, hvernig vinna eigi borgir og verja. þessar
reglur og fyrirskipanir urðu svo handbók allra liðs-
manna í hjálpræðishernum. þær eru í 6 kapítul-
um, og á að lesa sinn kapítulann hvern rúrnhelg-
an dag til uppfræðingar og sjálfsprófunar. Til
sunnudagalestra hafa liðsmenn biflíuna, og blað
hersins, »Herópið» (the war cry), er nú sem stend-
ur kemur út tvisvar í viku, og eru á Englandi
230,000 eintök prentuð af hverju tölublaði. þetta
aðalblað hersins kemur út í Lundúnaborg, en.auk
þess heldur hann úti eitthvað um 20 blöðum sam-
nefndum út um landið ; herinn heldur og úti mán-
aðarriti, er kallað er : All round the World, og eru
prentuð af því 35,000 eintök.
III.
A herforingjastefnunni, sem haldin var í ágúst-
máuuði 1878, var slitið hiuu kristilega trúarboðs-
félagi, til þess að Hjálpræðisherinn mætti koma í
þess stað; og þegar hann árið 1879 kom fram
undír sínu rauða merki, vakti hann undir eins
eptirtekt manna. oþetta, að brúka merki, segir
Bailton, heíir annars meira en nokkur mundi ætl-
að hafa, stutt að því að halda saman liðsmönnum
vorum, gera þá hugrakkari, framtakssamari og úr-
ræðabetri#. Sama ár stofnaði herinn hermanna-
skóla, þar sem foringjaefni gátu fengið reglubundna
tilsögn ; og þessari tilsögn er sí og æ haldið áfram,