Iðunn - 01.02.1889, Side 21
Hjálpræðisherinu.
15
nú sem stendur í aðalherstöðvunum Queen Victoria
Street nr. 101. Árið 1880 fór Georg Railton með
7 )ihallelújah-stúlkum» til Bandaríkjanna, til þess
að reisa þar merki hersins. þetta lið, sem sent
var til Ameríku, bjóst fyrst hinum rauða og dökk-
bláa einkennisbúningi, með hinu þýðingarmikla S
(salvation = hjálpræði) sem greiningarmerki. Ein-
kennisbúningurinn er nauðsynlegur fyrir hvern her,
svo að liðsmenn geti þekkzt, og því fóru liðsmenn
sáluhjálparhersins því nær alstaðar að dæmum
þessarar sveitar, er til Ameriku fór. Railton segir:
»f>að leið ekki á löngu áður en liðsmenn sáluhjálp-
arhersins um allt England fyrir sjálfra sín fé út-
veguðu sér þetta merki þess, að þeir æfilangt væri
búnir að helga sig þjónustu við Krist. Síðar meir
var sett upp stór sölubúð í Queen Victoria Street
101, þar sem einkennisbúningar og greiningarmerki
voru seld, og eptir ársskýrslunum 1884 er verzlun
þessi svo arðsöm, að ágóðinn af henni getur staðið
straum af mestum þeim kostnaði, sem þarf til að-
alherstöðvanna.
|>ar sem þetta einkennisbúna lið karla og
kvenna fór í flokkum með hljóðfæraslætti, þyrptist
brátt saman múgur og margmenni af forvitni. Að
vísu voru menn vanir því, að leikmenn prédikuðu
og hjeldu samkomur á strætum úti, en annað eins
og þetta höfðu menn fyr aldrei séð. Surnir urðu
hrifnir, aðrir gerðu ekki nema háð og spott, svo
varð gauragangur og róstur á strætunum. Árið
1882 höfðu 669 orðið sárir af hernum. þeir voru
allir nákvæmlega skráðir, er særðust, því svo sem
síðar mun sagt verða, á píslarvættið að vera eitt