Iðunn - 01.02.1889, Síða 22
16
Fr. Nielsen :
af órækustu vottum þess, að herinn hefir náðar-
gjöf andans. Vínsölumennirnir, er hötuðu hermenn
hjálpræðisins fyrir það, að þeir voru strangir bind-
indismenn, gerðu beinlínis út her á móti þeim, er
þeir kölluðu Skeleton Army (beinagrindarherinn) ;
hann hafði fyrir merki fána með beinagrind eða
hauskúpu og tveimur leggjum. |>að fór í harðar
rimmur milli þessara hersveita, einkum í grennd
við hermannabúðirnar. Sumir af liðsmönnum hjálp-
ræðishersins og fyrirliðum hans voru settir í fang-
elsi fyrir róstur og friðarspjöll, og frú Booth var
sjálf sett í varðhald. En nokkrir af biskupum
ríkiskirkjunnar og margir þingmenn tóku málstað
þessara hermanna, er létu lúðra sína gella einmitt
þar sem aldrei heyrðist ómur af orgönum kirkj-
unnar, og í notum trúarbragðafrelsisins kröfðust
þeir þess, að herinn tálmunarlaust mætti fara sínu
fram. Brátt kom að því, að herskýrslurnar gátu
frá því sagt, að erkibiskupinn í Kantarabyrgi hefði
veitt hernum féstyrk. Annar enskur biskup varð
svo bermáll, að hann taldi framkvæmdir hersins
þakkarverðar, »þar sem sóknarprestarnir væri svo
önnum kafnir», og þótt herinn ekki að öllu leyti
væri samhljóða ríkiskirkjunni, taldi hann þó engan
vafa á því, að hann hefði sitt umboð af hendi þess,
er alls á ráð. Booth fékk sí og æ bréf frá ýms-
um kirkjudeildum, er hvöttu hann og örvuðu fram,
og þegar hann árið 1882 skoraði her sinn í Lund-
únum, þá gat hann meðal annars lesið upp bréf
frá Victoríu drottningu, er árnaði honum allra
heilla.
Gengi hersins óx enn meira við það, að hon-