Iðunn - 01.02.1889, Page 23
Hjálpræðisherinn. 17
um auðnaðist að »taka herskildi» illa ræmt leikhús
í einum iitjaðri Lundúnaborgar; tókst það fyrir
stórkostleg samskot, er herinn á örskömmum tíma
gat haft saman ; það voru 17000 pd. sterling ; þetta
leikhús gerði herinn svo að einni af sínum víggirtu
borgum. Bptir þetta óx herinn dag frá degi.
Skýrslan frá 1884 sýnir það, að þá voru að eins á
Englandi og Skotlandi 1147 fyrirliðar með manna-
forráði yfir 637 herdeildum ; en auk þeirra voru
majórar og adjútantar ; en á foringjaskólanum voru
þá 188 fyrirliðaefni. Og févant er hernum ekki.
1 herskýrslúnni 1883 segir Bootli : »Guð þerrar af
oss tárin með 5 punda seðlum». Arið 1884 hafði
sú grein hersins, sem á Englandi var, umráð yfir
74,665 pd. sterl., en við sölubúð aðalherstöðvanna
var um sama leyti selt fyrir hór um bil 60,000 pd.
sterl. 1 búðunum í Queen Victoria Street 101
gátu menn upphaflega ekki fengið annað en bæk-
ur, blöð og einkennisbúninga, en því hefir einlægt
fjölgað, sem verzlað hefir verið með. það var
bráðum farið að selja lijálpræðishersþerrur með
þessu lotri á rituðu : Ivrists blóð þvær af oss alla
synd ; seinna lijálpræðishers-te, með mismunanda
verðlagi; hjálpræðishersgreiður, hjálpræðisherssápu.
Hjálpræðisherssápan er uokkurs konar glycerín-
sápa, og er í henni mynd af Booth eða skyldu-
liði hans, og mælir blaðið War Cry mjög fram með
henni, og lætur þess jafnframt við getið, að óhætt
sé að brúka hana, myndirnar skemmist ekki við
það.
Auk aðalherstöðvanna í Lundúnum geta skýrsl-
Iðunn. VII. 2