Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 24
18
Fr. Nielsen :
urnar einnig um aðalstöðvar i Parísarborg, Genf,
Stokkhólmi, Nýju-Jórvík, San Prancisko, Toronto
í Kanada, Melbourne, Adelaide og Sidney í Astra-
líu, á Nýja-Sjálandi, Höfðabæ, og Bombay. Arið ^
1881 fór ein sveit af hernum undir forustu kvenn-
marskálksins júngfrú Katrínar Booth, dóttur »gene-
ralsinai), til Parísarborgar. Hún leigði scr þar þeg-
ar í stað hæfilegan bústað, og fór að hafa viður-
búnað til þess að vinna Parísarborg. jpegar Al-
phonse Daudet ritaði hina sárbeittu lýsingu á Hötel
d’ Autlieman í »L’evangeliste», hafði liann líka fyrir
augum sér lijúlpræðisherinn, er þá var nýkominn
til borgarinnar, og búinn að festa upp feikha stór-
ar auglýsingar á götnliornum í Parísarborg, en á
Boulevörðunum stóðu í fylkingum ungar stúlkur í
einkennisbúningi, sem áttu að fá Parfsarbúa til 1
þess að sinna nokkuð Kristi. Jungfrú Booth hóf 1
sem sé herhlaupið á Parísarborg með því að senda
hóp af hallelújah-stúlkum, sem á Boulevörðunum
og Place de la Bourse áttu að selja »En avant»,
sem er frakknesk útgáfa af »TheWarCry». Kvenn-
marskálkurinn skýrir sjálf svo frá, að blaðið hafi
selzt vel, því einkennisbúningurinn hefði farið sölu-
stúlkunum svo fyrirtaksvel. Pundirþeir, sem her-
inn hélt, voru þó um stund bannaðir, vegna þess
að út úr þeim urðu ærsl og órói. Seinna hefir
jungfrú Booth gjört aðra tilrauu og varið meiru til
þess, að ryðja þessari hreyfingu braut í Frakklandi; •,
lætur húu að vísu vel yfir framgöngu hersins, en
þó virðist mega á öllum lotum sjá, að þar er við
talsverða erfiðleika að berjast.
Hvergi hafa hernurn jafnmjög brugðizt vonir
i