Iðunn - 01.02.1889, Qupperneq 26
20
Fr. Nielsen :
J>ar bjóst hún í kyrrþey til sóknar. En meðan
hún þar á laun var að halda fundi síns, lét önnur
kona, ekkja Agenors greifa de Gasparin, koma út
ritling, er á svipstundu firrti hjálpræðisherinn öll-
um hlýjum hug »góðfýsismanna». Erú Gasparin er
ein fremst í flokki þeirra, og hún tók nú fyrir
oOrders and regulations# hersins,*og sýndi af þeim
fram á, hve náskyldur liann væri kristmunkaregl-
unni, og úr því var ekki við neinu góðu að búast
fyrir herinn í Svisslandi. þegar evangeliska sam-
bandið hólt fund sinn í Kaupmannahöfn, þá kom
á þann fnnd einn af fyrirliðum hjálpræðishersins,
■og skoraði á sambandið að fara þess á leit við
stjórnina í Svisslandi, að hún hætti því að mis-
bjóða trúarbragðafrelsinu, með því ólöglega að
banna hjálpræðishernum að vinna þar verk sitt.
En honum varð lítið ágengt, með því að flestir
þeir, er í sambandinu voru, voru lítt hlynntir
hernum. Samt hefir herinn síðan leitazt við aðná
þar fótfestu, en hefir ekki tekizt. í því farast
þeir ekki lijá, þeir Svisslendíngar, er mestir
uru frelsismenn, og góðfýsismennirnir, að hvorir-
tveggja skoða frelsisherinn eins og skrípamynd
kristins siðar, er sé öllum mönnum ósamboðin, og
því heldur kristnum mönnum. Fyrir skemmstu
leitaði herinn fyrir sér í Basel og Ziirich, og á báð-
um stöðunum kviknuðu af því róstur.
En fyrir þessar hrakfarir, er herinn hefir farið
á Frakklandi og Svisslandi, hefir hann fengið
talsverða uppbót í annari heimsálfu, þar sem um
miklu meira er að tefia. Allir kristnir trúarflokk-
-ar boða heiðingjunum á Indlandi kristna trú hvorir