Iðunn - 01.02.1889, Page 28
Fr. Nielsen :
22
dagmál verða hliðin opnuð til þess að hleypa oss
inn til þess að vegsama guð. Einni stundu fyrir
hádegi stór almenn helgunaryfirlýsing. Erá því
Btundu fyrir nón fram mitt á milli nóns og mið-
aptans; safnast herinn í stórfiokkum hér og þar í
garðinum undir forustu fyrirliða úr yfirliðasveitinni.
Allir majórarnir verða viðstaddir. Hálfri stundu
fyrir miðaptan safnast allt liðið saman, og fara
svo allir á stað, hver á eptir öðrum. Liðið, sem
til Indlands á að fara, mun láta sjá sig í einkenn-
isbúningi þarlendra manna ríðandi á fíl».
þetta hreif; 20—30,000 manna flykktust að úr
öllum áttum á Englandi með aukajárnbrautarlest-
um, svo að þeir voru ekki neitt fáir, er Tucker
majór gat sýnt sig þennan tiltekna dag, áður en
hann lagði upp í Indlandsför sína, og þeir þrír fé-
lagar hans. 19. dag septemberin. náði ulndlands-
herinu« landtöku í Bombay, og ætluðu þessir lið-
lausu fyrirliðar sér þegar í stað að fara að undir-
búa það, að leggja uudir sig landið. En nú hittist
illa á. Stjórnin á Indlandi var hrædd urn það, að
þegar Múhameðstrúarmenn heyrðu og læsu þessar
hermannlegu tölur fyrirliðanna, þá kynni þeim að
koma það til hugar, að Englendingar, sem kristnir
væri, ætluðu nú að fara að taka upp sama siðinn,
sem Múhameðstrúarmenn höfðu haft, að kúga menn
með vopnum til þess að taka trú. En af þeim
misskilningi gátu staðið hin mestu vandræði, eins
og þá stóð á, því þetta var rétt um sarna leyti
sem falsspámaðurinn hafði hafið uppreistina í Súdan.
J>essum 4 fyrirliðum var því fagnað þannig, að
þeim var harðbannað allt, sem gæti vakið flokka-