Iðunn - 01.02.1889, Síða 29
Hjálpræðisherinn. . 23
drátt á strætnm úti. Bn Tucker varð ekki ráða-
fátt. Með því að taka upp búning Hindúa í stað
einkennisbúmngs hjálpræðishersins, hafði hann sýnt,
að herinn, þegar til Asíu væri komið, hlytijnokkuð
að semja sig eptir því, sem þar stóð á, og það var
í fleiru en búningnum einum, sem þeir þurftu að
flreyta til. Tucker og þeir fólagar sinntu ekkert
hanni lögreglustjórnarinnar, og hcldu innreið sína
f Bombay á kerru, dreginni af uxum, er þarlendir
inenn hafa. Einn fyrirliðanna þeytti indverskan
lúður, annar hélt á merki hersins, og voru letruð
á það hin vanalegu einkunnarorð, þýdd á þarlénda
tungu, En er þarlendir menn sáu þessa Európu-
húa í þjóðbúningi Hindúa, flykktust þeir saman.
Til þess að sporna við slíkum tiltækjum framveg-
Í8, var lúðurþeytarinn settur í varðhald. En Tucker
hefði þá illa skilið í »Orders and regulations#, þann
kaflann, sem er um það, ohvernig vinna eigi borg»,
ef hann hefði nú látið hugfallast við það, að missa
lúðurþeytara einn.
Daginn eptir fór hann og báðir hinir fyrir-
liðarnir syngjandi um göturnar í Bombay. þ>egar
um tvennt er að kjósa, sönglausa göngu, eða
veikróma söng, þá kýs hermannakverið heldur
sönglausa göngu ; en hér voru ekki nema einir þrír
roenn í prósessíunni, svo að hér varð að syngja,
ef nokkur átti að fást til að veita þeim eptirtekt.
í>egar svo erfiðlega stendur á, þá segir hermanna-
kverið svo fyrir, að syngja skuli svo hátt, að heyra
megi f húsum þeim, er hafa opnar dyr og glugga.
f>essir þrír garpar þrömmuðu því hægt og hægt
eptir aðalstrætunum í Bombay og kyrjuðu hárri