Iðunn - 01.02.1889, Side 30
24
Fr. Nielsen:
röddu sálmana sína; því svo er fyrir mælt í her-
mannakverinu : »þar sem ekki eru nema fáir einir
til þess að ganga í prósessíu, þar verður göngu-
lagið að vera seinfærara, heldur en þar sem stór
er ílokkurinn. þetta sönglag á strætum úti var nú,
að því er lögreglustjórninni skildist, eitt af því, sem
bannað var, og majórinn fór sömu leiðina og lúður-
þeytarinn hans.
En við þetta var mikið unnið ; nú var dýrð-
arljóma píslarvættisins orpið á Indlandsfara ; allir
tóku málstað þeirra og voru þeim sinnandi í orði.
Blöð Hindúa víttu skorinort tiltæki lögreglustjórn-
arinnar; kölluðu það sýnt gjörræði af henni, og
hana hafa gjörzt eggjanafífl stjórnarblaðanna. Trú-
arboðarnir og blöð þau, er þeir halda úti, tóku
einnig málstað hjálpræðishersins, því þeir sáu, að
gæti lögreglustjórninni haldizt uppi önnur eius að-
ferð og hún hafði við þessa fyrirliða hjálpræðis-
hersins, þá gæti sama hætta vofað yfir sjálfum
þeim og þeirra störfum, og spekingurinn indverski
Keshub Shunder Sen, hinu hálfkristni, tók svari
þeirra. Tucker var skamma stund í varðhaldi, en
þessi stutta fangelsisvist hans kom honum að því
að góðu haldi, að honum og aðgjörðum hans var
fyrir bragðið veitt miklu meiri athygli, enda leið
ekki á löngu, áður en hann fór að geta sent til
aðalherstöðvanna sigurfróttir, og rak þá hver aðra,
svo að skammt leið á milli. Brátt kom þar, að
Booth gat í embættisnafni gefið skýrslu um það,
að hinn frækni lndlandsher, er margir mundu
kannast við frá prósessíunni í Alexöndruhöllinni,
hefði aukizt svo að liði, að nú væri 35 fyrirliðar