Iðunn - 01.02.1889, Side 32
26
Fr. Nielsen:
um honum segist frá, er honum tekið með svo
mikilli vinsemd, bæði hjá Hindúum, Múhameðs-
trúarmönnum, Indverjum þeim, er kristna trú hafa
tekið, og Európumönnum þeim, er til Indlands*
hafa farið, að hann veit ekki almennilega, hjá
hverjum vinsemdin er mest. j?ó er svo að sjá,
sem Hindúar sýni honum mest vinahótin : »því
það er aðdáanlegt að sjá, hvað fljótir þeir hafa verið
að skilja andann í hernum. þeir hafa ofur gam-
an af trumbuslættinum, bjöllubumbunum, fánunum
og prósessíunum, og þeim er óskiljanlegt, livað til
þess kemur, að Európumenn skuli hafa svo mikinn
ama á þessu».
IV.
Kirkjusagan á frá mörgum undarlegum pró-
sessíum að segja, en aldrei hefir áður annað eius
verið um að vera, eins og þessar hergöngur hjálp-
ræðishersins. Prósessíur kaþólsku kirkjunnar, með
dýrðlingamyndir og vígð merki, með Ijósagangi og
reykelsi, og með söng og hljóðfæraslætti, sem opt
er nokkuð veraldlegur, eru næsta frábrugðnar þess-
um hermannlegu göngum með blaktandi fánum,
bumbuslætti og lúðragangi. Djákninn var vanur
að byrja prósessíur kirkjunnar með þeim formála :
Proeedamus in pace (göngum fram í friði); hjálp-
ræðisherinn fer þannig af stað, að glymja við lúðrar
og barðar eru bumbur.
Erú Booth kannast fúslega við það, að svo lög-
uð kristileg guðsþjónusta er alveg ný ; en hún held-
ur því fram, að hún sé bæði að réttu hæf og nauð-
synleg: »Á ekki guð almáttugur heimting á stræt-