Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 34
28
Fr. Nielscn :
sem herinn heldur, með hergöngUj söng og hljóð-
færaslætti, til þess að koma borgarbúum á kreik.
Hann telur það ekkert saka, þótt bæði söngurinn
og göngulagið í byrjuninni sé bágt; það vekur allt
að einu athygli mauna, og það er það sem þarf að
vera. jpað hefir komið fyrir, að borg hefir unnizt
með einum saman hergöngum. Sumstaðar hefir
lögreglulið skorizt í leikinn og bannað að halda
fjölmenna fundi, en þá hafa fyrirliðar hersins, heil-
um klukkustundum saman, gengið sama strætið
fram og aptur, ýmist raulandi eitthvert sálmvers,
eða þá sagt nokkur orð, er áttu að vekja eptirtekt
manna. Eptir dómi Booths hafa prósessíurnar það
til síns ágætis, sem honurn þykir ekki smálítið í
varið, að líkindi eru til, að í þeim megi ávallt
koma við »nýju og nýju». það má ganga hljóð-
lega, eða þá með harki og háreysti, söngh.ust eða
syngjandi, og með hljóðfæraslætti, með merkjum
og einkunnarorðum, í halarófum, breiðfylkingum og
svínfýlkingum. Bailton segir : »Vér höfum opt hlot-
ið að við hafa prósessíur í stað guðsþjónustu, og vér
höfum opt hlotið að láta oss vera meir um það hug-
að, að skarkalinn heyrðist sem víðast, en um orð-
in, sem töluð voru til þess að sannfæra synda-
þrælana».
En til þess að vekja eptirtekt manna á hern-
um, þarf einnig að leita ýmsra annara ráða. I
hermannakverinu stendur kafli um það, »hvernig
blöðin geti komið hernum að haldi», og væri hægt
að ímynda sér, að þau væru samin af einhverjum
amerikönskum húmbúgmanni, er væri orðinn leik-
inn í því að vegsama eitthvert kynjalyf. 1 þess-