Iðunn - 01.02.1889, Side 36
30
Fr. Nielsen :
um land allt». Booth biður enn fremur liðsfor-
ingja sína að hafa það hugfast: »Blöðin lifa að
miklu leyti á rifrildi; þess vegna eru útgefendur
blaða vanalega fúsir á að taka greinar með eða
móti hverju sem vera skal, og enn fremur, þegar
fleiri blöð en eitt eru í sama bæ, þá er samkomu-
lagið milli þeirra vant að vera svo bölvað, að það
má ganga að því vísu, að sé grein í öðru blaðinu
einhverju máli sinnandi, þá muni í liinu blaðinu
koma grein þar á móti. Hernumm á vera um það
hugað, að hann sé sera optast gerður að umtals-
efni; hinu skiptir minna, hvað um hann er sagt».
Lærdóminn, sem draga má af öllum þessum kafla
í kverinu, er þessi hugvekja, sem kaflinn endar á :
»Sá fyrirliði einhverrar herdeiklar, er ekki fær leitt
athygli blaðanna að aðförum hers vors, hann situr
af sér tækifæri til þess að vinna hernum gagn, sem
aldrei framar mun bjóðast».
Margir fylgismenn ensku kirkjunnar hafa upp
á sína Vísu lýst því, að þeir léti sér vel líka þessi
ærsl og gauragangur og blaðaskrum. þ>ví bæði hafa
margir æðstu embættismenn kirkjunnar, og mikil-
hæfustu limir hennar af leikmannastótt, lýst því
ótvíræðlega, að þeir bæri mjög hlýjan liug til hjálp-
ræðishersins ; en þar á ofan hafa og margir fylgis-
menn ensku kirkjunnar beinlínis aðhyllzt frum-
reglur þær, er hjálpræðisherinn breytir eptir, með
þvf að mynda her af fylgismönnum ensku kirkj-
unnar, er beinlínis stælir eptir hjálpræðishernum.
] nóvembermáuaði 1882 var stofnaður »kirkjuher-
inn» (The Church Army), til að vega á móti her
Booths. Fyrirliðarnir og sléttir liðsmenn í þess-