Iðunn - 01.02.1889, Page 37
Hjálpræðisherinn. 31
uin kirkjuher hafa sérstök einkunnarmerki, í Iík-
ingu við hjálpræðisherliðið. jjeir hafa sömu sið-
ina með hergöngur; hjá þeim er það og eins, að
leikmenn koma saman til þess að segja frá sinni
andlegu reynslu; á fundum þessa kirkjuhers hefir
jafnvel að sið meþódista »iðrunarbekkurinn» fengið
inngöngu ; þessi kirkjuher heldur einnig út blaði,
sem heitir : »Rimmugýgur». Eptirtakanlegasti mun-
urinn á herjum þessum er sá, að á fundum kirkju-
hersins er konum að vísu leyft að tala, en þær
geta ekki orðið fyrirliðar. þó er annar munur enn
þýðingarmeiri. Til þess að geta orðið liðsmaður í
kirkjuhernum, og því heldur fyrirliði, er það talið
sjálfsagt, aö maðurinn sé bæði sldrður og fermdur,
°g só auk- þess opt til altaris; en Booth telur
skírn og kveldmáltíð með þeim smámunum, sem
á sama má standa um. Biskupum og 3 prestum
ensku kirkjunnar þótti það talsvert áhorfsmál,
kvort þeir ættu að ljá liðsinni sitt til þess, að
stofna þennan kirkjuher. Og það, að þeir studdu
að stofnun hans, er svo til komið, að þeir þóttust
vissir um, að, eins og nú er ástatt í kirkjunni,
þarfnist kirkjan mjög svo fyrir vitnisburð leik-
fflanna. Með þessari aðferð sinni hafa fylgismenn
ensku kirkjunnar farið að dæmum rómversku
kirkjuunar, sem opt hefir gert ósaknæmar kirkju-
hreyfingar þær, er virtust ætla að verða andvígar
kirkjunni, með því að taka þær í þjónustu kirkjunn-
ar óg undir aga hennar.
En það er meira en vafasamt, hvort þessi til-
raun muni takast. Að því er sjámá, hefir »kirkju-
herinn* ekki fengið nærri því eins mikinn viðgang