Iðunn - 01.02.1889, Síða 38
32
Fr. Nielsen:
og hjálpræðisherinn, og margir fylgismenn kirkj-
unnar dæma þunglega þetta uppátæki, að fara að
hafa hermannlegt fyrirkomulag á liðsaíla sínum.
En vinir kirkjuhersins hrinda þessari aðfinnslu
með því að benda á þann mikla voða, er geti ver-
ið búinn kirkjunni af hjálpræðishernum ; því til
þess eru miklar líkur, að lijálpræðisherinn verði
kirkjunni fremur til ófagnaðar en til liðsinnis.
J>að var ekki óalgengt á miðöldunum, að leiguliðs-
foringjar sneri vopnum sínum á hendur þeim höfð-
ingja, er hafði heitið á þá til liðsinnis, og í kirkju-
sögunni má finna fleira en eitt dæmi þess, að trú-
arsveimsmenn, er byrjuðu sem alhugaðir fylgis-
menn kirkjunnar, yrði, er fram í sótti, grimmir ó-
vinir hennar. það var heitingum líkast, það sem
Bootli nú fyrir rúmum 3 árum sagði við erkibisk-
upinn í Kantarabyrgi: »V6r þykjumst eiga heimt-
ingu á þvf, að þór sóuð oss hlynntir fyrir það, að
vór ekki réttlætum tilveru vora með því að benda
á vömmin yðar»; og það er eins og farið sé að
syrta að undir stonn, þegar frú Booth segir, sam-
sinnandi manni sínum : »Kirkjuhollu mennirnir
hljóta þó að kannast við það, að vór höfum tals-
vert af þeim kærleika, er um ber allt; annars hefðu
þeir mátt við því búast, að vér hefðum snúizt
berlega til mótgangs við þá». það fer og svo
fjarri því, að hjálpræðisherinn stuðli að því, að
vinna kirkjunni í hag, eða laða menn að henni,
að liann barmar sór sáran, þegar hann minnist á
það, að einhverjir af hermönnum hans yfirgefa
hann til þess að ganga á hönd ríkiskirkjunni, eða
fylla flokk einhvers hinna mörgu trúarflokka. Eptir