Iðunn - 01.02.1889, Síða 41
Hjálpræðisherinn.
35
sínum Agressive Christianity, og í raun róttri má
það vera einkunnarorð allrar þessarar trúarhreyf-
ingar. Og margir af þeim, sem ekki munu verða
frú Booth samdóma um það, hvernig leysa eigi af
hendi ætlunarverk það, er kirkjan lieíir nú á dög-
um, munu verða henni samdóma um það, hvert
þetta ætlunarverk er. Hún segir : »Sýndu heim-
inum sanna, lifandi, sigursæla trú, er leggur allt
sitt í sölurnar, og aldrei þreytist að vinna, og það
mun ekki hjá því fara, að slík trú mun hafa áhrif
á heiminn, en hann mun með viðbjóði snúa baki
við þeirri trú, sem ekki hefir þessi einkenni». »Á
dögum Nýja-Testamentisins var ávallt sókn af
hendi kristindómsius; en djöfullinn hefir kennt
kristnum mönnum að prédika lýðnum evangelíum
með orðum án fjörs og anda, og eins og hafa
vetlingatök á öllu. það er nú viðkvæðið : Yður
mun ekki langa til að lesa ritlinginn þann arna,
eða bókina þá arna ? eða þá : þið munuð ekki vilja
hlýða á þennan mælskuprédikara, er hefir getið sér
svo miklar vinsældir meðal almennings ? Eg er
viss um, að yður mun falla hann vel í geð, hvað
sem líður trúarbrögðunum.—Menn eins og. feila sór
við að segja sannleikann, og svo er hann á þennan
hátt borinn á borð fyrir iðruuarlausa menn. þetta
þykir mér vera mjög svo gagnstaðlægt orðunum :
"Earið út og prédikið evangelíum allri skepuu».
Einn af hermönnum hjálpræðishersins frá Sviss-
landi tekur hið sama fram. í opinber. Jóh. 3, 15.
—16., þar sem talað er um hinn hálfvolga söfnuð
í Laódíkeu, þykist hann þekkja öll einkenni vorr-
3h.