Iðunn - 01.02.1889, Side 43
Hjálpræðisherinn.
37
hvorki Kristur né postular hans hafi neitt ákveðið
um það, hvort skipulag skyldi vera á kirkjunni,
og því megi hver öld kjósa sér það skipulag, sem
í þann svipinn er hentast. Frú Booth segir : »Guð
lætur sig engu skipta, hvort skipulag eða háttu vór
höfum, ef vér að eins höfum lifanda anda ; hvort
eitt skipulag er eins og nár, þegar andinn er horf-
inn frá því». Hið einkennilega skipulag »the ag-
gressive Christianitýs» (hinnar sóknbúnu kristni),
stafar að hennar sögn að því, livernig nú er á-
statt í kristninni. Ungir menn, svo þúsundum
skipcir, þarfnast á vorum dögum fyrir eitthverfc
siðferðislegt tangarhald. Hið innra með sér hafa
þeir ekki neitt, er fang megi á festa, eða standa
megi undir léttiveli þeim, er á að vega þá upp til
Biðmenningar. f>að var öðruvísi til forna ; þá var
í hverjum manni eitthvað, sem prestur, mannvin-
ur eða kennari gat fest sig við». Ef kirkjan skyldi
setla, að hún hefði köllun til þess að skapa þenn-
an fangstað á mönnum, þá er henni vísað á bug
með þeim ummælum, að þeir, sem orðnir eru frá-
hverfir trúnni, þeir vilji ekkert eiga sainan við
kirkjunnar þjóna að sælda, þar sem þeir fái kaup
fyrir vinnu sína. Gömlu vegirnir eru nú ófærir.
Hin nýja hvítasunna hefir skapað nýtt skipulag,
bæði nýja guðsþjónustu, og nýtt fyrirkomulag á
kirkjunni. Kristnin búin til sóknar verður að hafa
á sér hermannlegt skipulag ; hún hlýtur að heimta
fullkomna hlýðni bæði við höfuð hersins á himnum,
og við aðalfyrirliðann við höfuðstöðvar hersins í
Lundúnum.