Iðunn - 01.02.1889, Síða 44
38
.Fr. Nielsen :
Guðsþjónusta hjálpræðishersins er fólgin í
sálmasöng, bæn og prédikun. það er mjög- lítið
af hinum eldra sálmakveðskap, er Booth hefir þótt
nýtanda. Af sálmum lúthersku kirkjudeildarinnar
ekki nema tveir : hinn frægi hersöngur Lúthers :
Yor guð er borg á bjargi traust, og sálmur eptir
J. A. Bothe, er Brorson heíir þýtt á dönsku
— en sem kveðinn var á afmælisdag Zinzen-
dorfs greifa 1728. En hjá hernum hefir komið
upp mikið af kristilegum hermannaljóðutn, sem
eru náskyld sálmum Sankeys.
Allir sálmar hersins eru, eins og sálmar San-
keys, sungnir eptir fjörugum lögum, er vel ganga
í eyrun. #þessi tíði söngur, sem tíðkanlegur er
hjá oss, segir Railton, styður mikið að því að
vekja athygli manna á samfundum vorum og halda
henni við, og hann hlýtur að koma fram sem
vottur um hinn ótakmarkaða fögnuð, er allir þeir
finna með sér, er taka þátt í guðsþjónustunni.
Hinn auðsæi feginleikur, er skín á andlitum, er
bera greinileg merki fyrri daga synda, hefir eptir
vorri reynd opt gjört meiri áhrif, en orð þau, er
töluð voru eða sungin. það er algengt viðkvæði
hjá þeim, er á horfa : xþessir menn hafa eitthvað,
sem vér eigi höfum», og þetta hrífur. það er þá
eptir þessu ekki annað en það, sem við má bú-
ast, að sá kaflinn í sálmabókinni, sem í eru sálm-
arnir um kristilegan fögnuð (joy), er mjög stór, enda
eru og í honum sumir beztu sálmarnir í sálmá-
safninu.
Eptir sönginn kemur svo prédikunin, eða rétt-