Iðunn - 01.02.1889, Síða 45
Hjálpræðishermn. • 3í
ara orðað prédikanirnar; því það er alls ekki óal-
gengt, að tuttugu, þrjátíu, já allt að 60, karlar
sem konur, komi fram og flytji vitnisburð sinn.
Jafnskjótt og hver einn hefir höndlað hjálpræðið,
er talið fara bezt á því, að hann stigi upp á ræðu-
pallinn og »vitni». Booth ætlar, að það muni verða
öðrum til gagns, að sjá þann, er var fyllisvín í
gær, sem guðspjallara f dag, og fyrir þennan vitn-
isburð hefir »prédikarinn» bundið sjálfan sig við
herinn, og gagngjört sagt sér afhendis allt sitt
fyrra líf. það má á sama standa, hvort það er
karl eða kona, gamalmenni eða barn1, skírður
kristinn maður, eða fyrverandi Múhameðstrúar-
maður eða Hindúi, er hjálpræðið hafa höndlað;
þeir þurfa allir að fara upp á pallinn. Hugmyndir
þær, sem þessir nýliðar hjálpræðishersins hafa um
kristindóminn, eru að öllum jafnaði mjög ófull-
1) í hernum eru einnig „barna-herdeildir“, og er
haldið úti blaði fyrir þær, sem lieitir „The little soldier".
Börnum er boðið að vera í samvinnu við þetta blað,
með svofelldri auglýsingu, er kemur út í liverju blaði:
„Vjer viljum fá !
fimm þúsund pilta og stúlkur, er skrifa skýrslur um
fundi, apturhvörf og annað, sem gott væri að íá að vita
um, upp á pappírsmiða, og afhenda það hinum stóra
höfuösmanni, er svo sendir það til aðalstöðvar litlu her
mannanna.
þegar þú hefir lesið þetta, þá skaltu setjast við og
skrifa hið hraðasta11.
Börn, sem gaman þykir að því að skrifa, verða við
áskoruninni, og senda stöðugt skýrslur þær, sem beðið
er um í auglýsingunni til „litla hermannsins11.