Iðunn - 01.02.1889, Page 46
40
Pr. Nielsen:
komnar ; því fyrirliðarnir halda ekki ræður til upp-
fræðingar, heldur til þess að vekja menn ; og opt
er lítið annað í þeim en lýsing á muninum á himna-
ríki og helvíti, nema hvað Iíristur optast mun vera
nefndur á nafn. Og það er því ekki nema eðlilegt,
að ræður leikmannanna jafnast ekki eru nema fá-
ein orð um fögnuð þeirra yfir hjálpræði því, er
þeirn hlotnaðist, t. a. m.: »Vinir mínir ! eg er þveg-
inn hreinn í blóði lambsins», eða þá: »Nú líður
mér vel, og konunni minni líður líka vel. Eg elska
Jesúm drottin vorn ; hann lætur okkur líða vel.
Eg átta góðan gamlan föður, og eg hefi lofað hon-
um að finna hann á himnum ; og nú er eg á leið-
inni til hans». Eða þá : »Síðustu tíu vikurnar hafa
verið sælustu dagar æfi minnarx. Stundum eru í
ræðum þessum átakanlegar lýsingar á því regin-
djúpi spillingariunar í liinni nýju Babýlon (Lund-
únaborg), er hinn nýorðni liðsmaður hjálpræðis-
hersins þykist hafa kafað upp úr; er í þeim lýs-
ingum við margt komið og það misjafnlegt. Svo
sendir hjálpræðisherinn fréttaskeyti sín af fundin-
um sigrihrósandi, eins og \ant er. Til dæmisskal
hór setja eina fundarskýrslu : »Dýrðleg vígsla
hjálpræðisskálans í Barnsley. Stórkostleg vottun
kristins fagnaðar undir berum himni. Skálinn
troðfullur allan síðara hluta dagsins og kveldið.
011 hjörtu sannfærð. Söngurinn stórkostlegur.
Bæðurnar hrifu. Margir grétu. Tylftum saman
fundu þeir frið fyrir fótum frelsarans. Stórar
hjálpræðisskothríðir (amen, gloría, hallelúja) gjörð-
ar. Allir saman fagnandi. Margir héldu ræður, er
rómuðust framúrskarandi vel. Að lyktum stór