Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 48
42
Fr. Nielsen :
fað verður að opna vel munninn og kveða skýrt
að orðunum1. J>að þarf að vera mikill söngur, og
lögin örvandi, en umfram allt: sí og æ eitthvað
nýtt og ferskt (something perpetually uew and
fresh»). Og eru þessar reglur glöggur vottur þess, að
hjálpræðisherinn þekkir glöggt á algengustu mein
þessarar kynslóðar.
Yilji menn fá hugmynd um, hvað kostgóðar
eru kenningar þær, er hjálpræðisherinn flytur, þá
verður að fara í fræðakver hans : »The doctrines
and discipline of the Salvation Army».
Af þessari fræðabók hersins má mjög víða sjá
það, að trúarkenningar hans eru mjög náskyldar
meþódista-kenningum, og eiga ætt sína að rekja
til þeirra. þ>að sem herinn hefir tekið upp af nýju,
er einkanlega það, sem sagt er um skyldur fyrir-
liðanna, og svo kaflinn sá, er talar um »rétt kvenn-
fólksins til að prédika». I lærdómnum um biflíuna
má sjá, að þeir, að hætti reformertra, halda fram
innblástri hennar, en í öðrum atriðum eru þeir
þeim þó nokkuð frábrugðnir. jþannig er spurt :
»Eru ekki sumir, sem ranglega meta biflíuna ?»
Evar : »Jú ; sumir gjöra of lítið úr henni, og því
vanrækja þeir það að lesa í henni og láta stjórn-
ast af kenningum hennar; aptur eru aðrir, er gera
allt of mikið úr henni, með því að þeir skoða hana
sem þann eina hátt, á hvern guð talar til mann-
anna». »Getur guð birt mönnunum vilja sinn á
annan hátt, en fyrir hið skrifaða orð ?». »Já.
1) Lúther gaf þá reglu: „Tritt frisch auf, thu’s Maul
auf, hör’ bald auf“.