Iðunn - 01.02.1889, Síða 49
Hjálpræðisherinn. 43
Hann talar beinlínis við lijartað fyrir anda sinn,
og fyrir þennan sinn anda lætur hann og vilja sinn
birtast frá einum manni til annarsu. Síðan er það
skýrt, hvernig það má með fullum rétti segja það,
að á hjálpræðishernum hafi rætzt fyrirheitið um
leiðsögn heilags anda. Sumir, er fylgt hafa strangri
skoðun reformertra á lieilagri ritningu, hafa nú
komið með þá mótbáru, að herinn og allt skipu-
lagið á honum ætti ekki við neitt að styðjast í
ritningunni, en að það eitt mætti kristilegt kall-
ast, er hefði skýlaus orð heilagrar ritningar fyrir
sér ; en þá menn hefir Booth viljað slá af laginu
með þessum ummælum : »þessi hyggja, að guð
að eins geti talað fyrir hið skrifaða orð, er ein að-
alundirrótin til þess, að sönn guðsþekking er svo
hörmulega óalgeng, og að svo margt fer í ólestri
af því, er á að miða til að útbreiða guðs rfki.
Menn hafa komizt langt á leið með það, að þoka
út úr heiminum guðs lifandi og verkandi fram-
kvæmdum, og hafa þeir svo sett dauða bók í þess
stað». Booth sér glöggt ágallana á hinum dauða
biflíukristindómi, eða biflíuátrúnaði, sem er einn
af annmörkum ensku kirkjunnar, og situr hann
sig sjaldan úr færum um að andmæla honum. Að
öðru leyti hefir herinn þá grundvallarskoðun, að allt
það skuli teljast villukenning og gerast rækt, er sé
gagnstæðilegt biflíunni.
Manni, öldum upp við lútherska eða kaþólska
kenningu, sem læsi fræðakver hjálpræðishersins,
mundi þykja það kynlegt, að í trviarbragðakennslu-
bók, sem er mjög fjölorð um náðarkosninguna,
skuli ekki vera neitt sórstaklegt um kvöldmáltíð-