Iðunn - 01.02.1889, Side 51
Hjálpræöisherinn. 45
berun kærleikans til guðs og rnanna, sem vinnst
og varðveitist af krapti heilags anda fyrir trúna
á blóð Jesú Krists. I stað skírnar og kveldmál-
tíðar reisir hjálpræðisherinn upp merki sitt, með
orðunum : eldur og blóð ; og hann hefir fundið upp
nýja aðferð til þess að foreldrar »geti gefið drottni
börn sín» án vatnsskírnar.
J>egar einhver hermaður í hjálpræðisheruum
vill opinberlega gefa drottni barn sitt, verður hann
að tala sig saman við sveitarforingjann um það.
Helzt á að láta barnið vera búið einkennisklæðum
hersins, en þar sem eigi er hægt því við að koma,
þá verður að minnsta kosti að dubba það upp með
rauöum borða. Foreldrarnir staðnæmast á viustri
hönd sveitarforingjanum, flokksforinginn á hægri
hlið honum, »til þess að skipa til um skothríðarn-
ar». Yíir höfði sveitarforiugjans blaktir merki
bjálpræðishersins. Fyrst les sveitarforinginn upp
það, sem nú skal greina : »Ef þú vilt, að drott-
inn skuli taka sér sál og líkama þessa barns á
þann hátt til eignar, að það ávallt geri vilja hans
og aldrei annað, þá verður þú með ljúfu geði að
láta þér lynda, að það verji allri sinni æfi til hjálp-
ræðishernaðarins, hvert svo sem guð vill senda
það ; þú verður að láta þér lynda að sjá það fyrir-
litið, hatað, barið, fóttroðið, dregið 1 fangelsi eða
brepið fyrir Kristi nafns sakir. |>ú verður að láta
það, þar sem sjálfur þú ert, sjá fyrirmynd þess, hvað
bermaður í hjálpræðishernum eigi að vera, og af
öllum mætti þfnum áttu að uppfræða það og ala
UPP til þess að vera trúr liðsmaður, er gefi allan
tíma sinn, allan sinn mátt, alla sína hæfilegleika,