Iðunn - 01.02.1889, Page 52
46
I'r. Nielsen :
og allar eigur sínar til þess að styrkja til stríðsins.
þú veróur að halda öllum áfengum drykkjum, tó-
baki, skarti, auðæfum, vondum bókum, veraldlegri
umgengni, skjótt að segja, öllum þeim áhrifum, er
geta gert sálu eða líkama mein, svo langt frábarni
þínu sem fremst má verða. jpú átt einnig að öllu
leyti að fara svo með barnið, sem guðs er vilji til
og foringjar þeir bjóða, sem yfir þig eru skipaðir,
eptir því sem þú hefir bezt föng á». Síðan á
sveitarforinginn að spyrja foreldrana : »Viljið þið
gefa þetta barn ykkar drottni og hernum með þeim
skilyrðum, er nú hefi eg tjáð?» jpegar þau hafa
samsinnt því, réttir sveitarforinginn hendurnar móti
barninu og gefur skipunina : »Eétt», og þegar
kyrrð er á kornin, A hann að taka barnið í fang
sér og segja: »Drottinn herja-guð ! taktu þetta
barn N. N. að þér sem þitt barn !». Síðan heldur
hann bæn »eptir því sem andinn inngefur honum»,
og segir svo : »1 nafni drottins og N. N. sveitar af
hjálpræðishernum hefi eg veitt móttöku þessu barni,
sem af foreldrum þess er gefið út heiminum til
hjálpræðis. Guð blessi og varðveiti þetta barn !
amen. Eg býð ykkur, foreldrum þessa barns, í
návist guðs og þessarar sveitar hjálpræðishersins,
að halda trúlega heit þau, er þið í dag hafið gert
um þetta barn». Síðan er skorað á alla þá, er
viðstaddir eru, að biðja fyrir foreldrunum og barn-
inu; síðan er gefin skipunin : »byssustingina —
fasta !» Að því búnu skipar flokksforinginn til um
bænaskothrfðirnar: »Guð blessi foreldrana, guð
blessi þetta barn, guð blessi hjálpræðisherinn», og
ér því svarað með þrfteknu amen. Að lyktum er