Iðunn - 01.02.1889, Side 54
48
Fr. Nielsen :
í henni alráður frá hinum efsta allt til hins neðsta,
eins er styrkur hjálpræðishersins í þvf fólginn, að
hann hefir fast skipulag, svo að vilji allsherjar-
fyrirliðans er framkvæmdur með blindri hlýðni í öll-
um greinum. Svo sem Kristur tók á sig þjóns-
myndiua, svo eiga og liðar hjálpræðishersins að í-
klæðast fullkominni hlýðni. Manni verður einhvern
veginn undarlega við, þegar maður sór, að lífs-
reglurnar, sem gefnar eru þessum flokki, sem allt
af ber vitnisburð andans fyrir sig, eru byrjaðar með
því að leiða úr öllum áttum rök að því, að full-
komin hlýðni sé brýn nauðsyn, og að hið liermann-
lega skipulag só skýlaust skilyrði fyrir því, að nokk-
uru verði áorkað guðsríki til eflingar. það er með
hálfgerðum ama, að Booth rennir augunum aptur
til þeirra daganna, þegar hann enn ekki var búinn
að segja skilið við hið einkarfrjálslega fyrirkomu-
lag, er var á »The new connexion#. Hann segir :
»Vér byrjuðum á því að reyna til að taka að nokkru
leyti tillit til atkvæðis livers einstaks manns, og
því er verr, að enn eimir þó eptir af þessu meþó-
distafyrirkomulagi. það eru enn til stöku menn,
sem ekkert hefði á móti því, að halda fundi, til
þess að ræða um það, hvað gera skuli, og láta svo
afl ráða úrslitum». En nú er húið að losa sig við
þetta gamla súrdeig. Að hætti kristmunka hefir
hjálpræðisherinn loksins sætt sig við það, að gefa
einum manni alvaldsráð, og láta alla sína liða vera
hans viljalausa þræla.
Allsherjarfyrirliði hjálpræðishersins hefir ein
réttindi, sem kristmunkafyrirliðann vantar ; honum
er frjálst að kjósa eptirmann sinn. Með því ætlar