Iðunn - 01.02.1889, Side 55
Hjálpræðisherinn. 49
Booth, að hann muni fá svo um sjeð, að herinn
haldi horfinu í sömu stefnu, og hann talar sí og æ
svo, sem það sé eins og sjálfsagt, að allír kristnir
menn, þegar fram líða stundir, verði liðsmenn hans.
J hermannakverinu er svo að orði komizt: uþegar
hver sveit hefir fengið það fyrirkomulag, sem hér.
hefir verið lýst, þá skiptir það minna, hver aðal-
forustuna hefir, nú sem stendur. þeir, sem síðar
verða foringjar hersins, þurfa ekki annað en halda
áfram í því horfi, sem farið hefir verið, og mega
að svo biinu eiga víst, að þeim áviunst ákafiega
mikið, og það er varla nein ofdirfð að vænast þess,
að fullkomið skipulag verði komið á allt, áður en
Booth og synir hans eru dánir». Frú Booth segir:
»A dögum hins forna sáttmála fyrirskipaði drottinn
öll tól og tæki; en Jesús Kristur og postularhans
hafa látið kristna menn sjálfráða um það, hvert
skipulag þeir settu sér til framkvæmda. Nú hefir
aðalfyrirliði hjálpræðisliersins verið sá lánsmaður,
að finna þau tól og tæki, fyrir hver andi Krists
gæti verkað», og þegar þeim er laglega beitt, þá
er ekki hætt við því, að ekki verði vel ágengt.
Ef menn hugsa sér það, að herinn haldi á-
fram störfum sínum og útbreiðist til muna, svo að
herdeildir margra þjóða verði fullkomlega liáðar
vilja eins einstaks manns, þá er það auðskilið, t,ð
þar er það rfki risið, er verða má fullt eius skætt
friði allra ríkja, eins og kristmunkareglan. það
hefir því komið fram úr ýmsum áttum, að slíkur
nýr alþjóðaher, undir forustu trúarvinglsmanns,
væri meiri en viðsjárverður. þýzkur rithöfundur,
Iðunn. VII. 4