Iðunn - 01.02.1889, Síða 57
Hjálpræðisherimi.
51
mega á ýmsu sjá, að hann sé nú búinn að lifa sitt
hið fegursta. Hvað hugvitssamir, sem fyrirliðarnir
eru, þá veröur það sífellt erfiðara, að hafa sí og
te nýtt á boðstólum; en það er mikið til búið að
vera með áhrif hersins, þegar hann hættir að geta
látið mönnum finnast mikið til um atferli sitt.
Annað eins nýtt happaráð og það, að útvega
fé með því að halda almenna föstu í viku eða hálfs-
mánaðartfma, getur þó aldrei hrifið nema svo sem
einu sinni. |>eir, sem eingöngu lmfa gengizt fyrir
nýnæmunum, verða ekki lengi fastir í flokki, og
hinir, sem hafa látið leiðast til hersins af sannri
trúarþörf, leita brátt annara staða, þar sem það
að vísu kann að vera minna, sem gort er til að
laða að, en hitt er aptur sterkara, er heldur föst-
um. þ>ó er það ekki fortakanda, að svo kunni
undir að bera, að herinn nái að fá meiri áhrif á
líf tnannlegs félagSj en enn er orðið ; hitt er og
ekki ósennilegt, að eina sannþarfa verkið, er trú-
arhreyfing þessi láti eptir sig liggja, áður en hún
hjaðnar niður, verði hin harðsnúnu samtök til
verndar ungu kvennfólki á Englandi. Eins og títt
er með »góðfýsismönnum» (pietistum), hefir lijálp-
ræðisherinn lagt ríkt á um bindindi alls þess, er
annars er talið að liggja megi milli hluta (aðiacpopa);
en barátta hans fyrir bindindinu hefir haft þann
ágalla, sem opt vill við brenna hjá »góðfýsismönn-
um». þeim hættir við að gera bindindissetningar
sínar að aðalatriði kristindómsins. þannig telur t.
a- m. hjálpræðishorinn tóbaksbindindi sem einn
hinn mikilsverðasta ávöxt helgunarinnar.
. 4*