Iðunn - 01.02.1889, Page 61
Camillo Cavour.
55
sundrað og harðstjórnin gamla til hásætis leidd ;
en þvi var ekki gaumur gefinn, að þjóðin, sem
áður hafði tekið hvers kyns kúgun og áþján með
þögn og þolinmæði, nú var orðin öll önnur. A
fundi þeim, sem keisarar og konungar áttu með
sjer í Vínarborg 1815, var svo fyrirskipað um hagi
Italíu, er nú skal greina.
Norðan til og lengst til landuorðurs á megin-
landi Ítalíu eru tvö fylki, mikil og auðug, Lang-
barðaland og Feneyjar; þau voru limuð inn í keis-
araveldið Austurríki. Tók keisari sjer vald til að
veita þar öll embætti, leggja á skatta . eptir geð-
þótta og bjóða út mönnum til herþjónustu, svo
mörgum sem honum leizt; en ekki máttu Italir
vera í herdeildum sjer, lieldur var þeim potað á
strjálingi inn í herdeildir Austurríkismanna. 1
fylkjum þessum hafði enginn neitt að segja nema
lögreglulið keisarans.
Hin önnur ríki höfðu drottna hvert út af fyrir
sig, en þeir voru einvaldir, og áttu ekki við annað
að styðjast en her Austurríkismanna ; toll-takmörk
voru sett milli ríkjanna, og hamlaði það stórum
verzlunarviðskiptum ; skattar voru geysiháir, ekki
nokkur snefill af hugsunarfrelsi eða málfrelsi.
Sunnan til var konungsríkið Neapel og Sikiley;
það var mest ríkjanna. Um miðbik Italíu var
Kirkjuríkið ; þar sat páfinn að völdum ; þar var og
Toscana og nokkur önnur smáríki. í útnorður-
horninu var konungsríkið Sardinía.
þetta skipulag gat elcki haldizt nema með
hinni mestu kúgun; af henni leiddi megna óá-
naagju, og tóku menn nú að ganga í leynifjelög.