Iðunn - 01.02.1889, Page 62
66
Johan Ottosen :
Hinum beztu mönnurn landsins gramdist mjög nið-
urlæging ættjarðarinnar og yfirráð Austurríkis-
manna, er veittu þeim þungar búsifjar ; höfðu þeir
á þeim illan hug. Leynifjelögin gerðu nokkkrum
sinnum tilraunir til að frelsa landið ; en af
því allt var illa undirbúið, gerði þetta einungis
illt verra. Hvar sem uppreist var hafin, var hún
í blóði kæfð ; frelsisvinirnir voru þúsundum saman
hnepptir í dýfiissur Austurríkiskeisara eða höfð-
ingja þeirra, er skjólstæðingar hans voru. En
þrátt fyrir alla þrælkun komu þó út ýms rit, sem
glæddu vonina um viðreisn landsins. Að vísu leit
svo út í mörg ár, að það væri óðs manns æði fyrir
Itali, að hugsa til þess að reka rjettar síns á
vopnaþingi, en spökustu menn þjóðarinnar leið-
beindu henni til þess að hugsa vandlega um mark
það og mið, er til skyldi keppa, þegar stundir
líða. þannig urðu hinar óljósu vonir manna smátt
og smátt skýrari; alþýðunni fór að skiljast, hvort
stefna skyldi og hvernig að skyldi fara. Var í því
efni um eitt af þrennu að velja.
Fyrst er að nefna fjelag eitt mikið, er Mazzini
hafði stofnað ; var það fjelag fjölmennt, ekki ein-
ungis á Ítalíu; það var líka í því fjöldi ítala út
um allan heim. Skoðanir fjelagsmanna voru hinar
djarflegustu, og vildu þeir breyta öllu frá rótum.
jþeir vildu stofna lýðveldi eitt mikíð ; öllum yfir-
ráðum útlendra skyldi hrundið, og klerkavaldinu
sömuleiðis ; hið skaðvænlega höfðingjaveldi skyldi
af numið ; frelsi og alþýðumenntun skyldi útrýma
heimsku og vanþekkingu, er verið höfðu megin-
stoðir AusturríkÍ8manna og kaþólsku prestanna.