Iðunn - 01.02.1889, Síða 63
Camillo Cavour.
57
Hugmyndir þessar voru göfugar og djarflegar, en
fjelagsmenn urðu sjálfir til þess að hnekkja þessu,
er þeir kunnu ekki önnur betri ráð til þess að
koma þeim fram, en samsæri og launvíg. Með
því gjörðu þeir fjölda frjálslyndra manna sjer frá-
hverfa, og hefði þó ekki veitt af, að allir frelsis-
vinir væri á eitt sáttir, ef nokkur von átti að geta
verið um að sigrast á óvinunum : Austurríkismönn-
um, klerkavaldi, smádrottnum landsins og lendum
mönnum.
1 annan stað var fjöldi manna, sem hafði beig
af flokk byltingamannanna, en undu þó engu bet-
ur en þeir hinni útlendu harðstjórn. Lituðust þeir
um eptir því veldi, er nægilegt álit hefði áunnið
sjer til þess að vera forsprakki í frelsisbaráttu
þjóðarinnar, og jafnframt væri nógu einbeitt til
þess að halda byltingamönnunum í skefjum. þ>ótti
þeim páfaveldið bezt til þessa kjörið. |>að leit
svo út um hríð, að skoðun þeirra væri á rökum
byggð. Arið 1846 varð Píus hinn 9. páfi í Bóm.
Hann hóf stjórn sína á því, að gefa öllum upp
pólitiskar sakir; hann leyfði heimkomu meira en
1000 landflótta rnönnum, og loks veitti hann þegn-
um sínum ráðgefandi þing. Ekki þurfti meira en
þetta til þess að gera hann að átrúnaðargoði allra.
Itala. J>að gekk ekki á öðru en sífeldum fagnað-
arhátíðum honum til dýrðar, og á hverju byggðu
bóli var til mynd af honum. En vonir þær, sem
menn þá gerðu sjer um liann, brugðust illa, sem
síðar mun sagt verða.
L þriðja lagi litu menn vonaraugum til Sardi-
níuríkis. |>ar var Karl Albert konungur; hann hafði