Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 65
Camillo Cavour.
59
boðar skunduðu hópum saman norður eptir til þess
að berjast binni helgu baráttu. Karl Albert sagði
Austurríkismönnum stríð á hendur, enda voru
þegnar hans á oitt sáttir um það við hann. Nú
var að því komið, að Sardinía skyldi reyna sig
sem „sverð Ítalíu“. En brátt varð það ljóst, að
Austurríki var fastara, en Italía veikari fyrir, en
menn höfðu ætlað. Stjórninni tókst að bæla nið-
ur uppreistina f Vínarborg, grimmilega og vægðar-
laust, en var þó svo hyggin að slaka til í sumu.
A meðan á því stóð, veittu Austurrfkismenn ítöl-
um viðnám ; sá hjet Radetzky, er stýrði herAust-
urrfkismanna á Ítalíu ; hann var öruggur foringi;
komu honum og að góðu haldi hinir rammgjörvu
kastalar á Langbarðalandi. Samtökin meðal Itala
urðu ekki langgæð. A meðan allt gekk að óskum,
voru þeir samhuga; en þegar er þeir höfðu í fyrsta
sinn borið lægri hlut, fór að brydda á sundur-
lyndi milli þeirra, er konungsstjórn fylgdu, og lýð-
veldismanna. Varð þeim það hið mesta óhapp.
Vorið 1849 skreið til skarar í orustunui hjá No-
vara. þ>ar unnu Austurríkismenn mikinn sigur.
Karl Albert bað um vopnahlje. |>á gerðu Austur-
ríkismeun honum þá smán, er houum þótti sárust
allra. Konungsættin f Sardiníu hafði það sjer til
ágætis haft, að aldrei haföi neinn höfðingi af þeirn
ættlegg gengið bak orða sinna. En nú kvaðst
Radetzky ekki þora að trúa loforðum Karls Al-
berts, og því gæti hann ekki við hann um neitt
samið. jþetta fjell Karl Albert mjög þungt; ljet
hann af konungdómi og fjekk hann í hendur Vik-
tor Emanúel konungsefni; hann tók grátandi við