Iðunn - 01.02.1889, Page 66
Johan Ottosen :
60
i
kórónunni af föður sínum. |>egar er Karl Alberfc
liafði þefcta í sölurnar lagt, fengu Italir á.honum
hinar mesfcu mætur. þ>eir gleymdu því, að hann á
sínutn yngri árum hafði verið í liði samsærismanna,
að hann á fullorðinsárunum hafði látið klerkastjett-
ina hafa sig til hvers er vera skyldi ; þeir fyrir-
gáfu honum allt. Var hann upp frá þessu fcalinn
einn af þeim mörgu píslarvottum, sem öllu höfðu
orðið á bak að sjá ættjarðarinnar vegna.
Viktor Emanúel varð þegar, er hann var að
völdum seztur, að semja frið við Austurríkismeun,
og fara ofan af öllu því, er ítalir höfðu fyrir bar-
izfc. Epfcir málavöxtum máttu þó friðarkostirnir
frentur vægir kallast, fjárútlát nokkur, en lönd
þurfti engin að láta. Eeyndar kom það ekki til
af góðu, heldur einungis af því, að Austurríkismenn
þorðu ekki að þröngva frekara kosti jafnhraustrar
þjóöar.
Apturkastið kæfði allar frelsishreyfingar um
endilanga Italíu. Meðan á ófriðnum stóð, hafði
Píus páfi reynt að sigla milli skers og báru; tók
nú að draga úr alþýðuhylli hans ; menn fóru að
sjá, að þeir höfðu orðið of fljótir á sjer að veg-
sama hann fyrir frjálslyndið. Hann snerist smám-
saman öndverður þegnum sínum. I annan stað
flykktust ítalskir lýðveldissinnar til Rómaborgar.
Svo fór að lokum, að páfa þótti þar ekki við værfc
og flýði í kastala þann, er Gaeta heitir. Var þá
lýðveldisstjórn í Rómaborgum nokkra mánuði,þang-
að til ófrelsis-apturkastið barst líka þangað. jpað
var forseti lýðveldisins frakkneska, Loðvík Napó-
leon, sem hljóp undir bagga með klerkunum, og