Iðunn - 01.02.1889, Page 67
Camillo Cavour.
61
Ijet frakkueska hermenn fiytja „hinn heilaga föður“
aptur inn í hina „eilífu borg“.
Uppreistin ítalska var nú brotin á bak aptur;
Austurrlki hafði lagt Ítalíu að velli og ljet. knje
fylgja kviði; það hefndi sín greypilega, og ætlaði
með því að tryggja yfirráð sín. Á Langbarðcilandi
voru liflátnir um 1000 manna á einu ári, eptir að
friðurinn komst á. Algeng refsing var að lcmja
menn, jafnt konur sem karla. A einum þremur
árum tóku Austurrfkismenn nálægt 400 miljónum
króna af Norður-Ítalíubúum. Hinu sama fóru þeir
og fram 1 ríkjum þeim, er voru þeim óháð í orði
kveðnu. .1 Toscana var dauðahegning fyrir löngu
úr lögum numin ; en herforingjar Austurríkismanna
settust þar í dómarasæti og dæmdu þarlenda menn
til dauða.
Konungsrikið Sardinía eitt var að öllu ólidð
Austurriki. Fjárhagur þess var mjög bágborinn ;
flokkadrættir voru svo miklir, að uggvænt þótti, að
ríkið mætti saman loða.
Svona var nú ástatt, þegar Viktor Emanúel
settist að völdum. jpað verður honum til æfin-
legrar frægðar, að 'hann ljet ekki bugast af ófrels-
isapturkastinu. Hann var sá eini af öllum stjórn-
endum Ítalíu, er hjelt stjórnarskrá þá, er þegnar
hans höfðu öðlazt uppreistarárið. Allir stjórnendur
aðrir tröðkuðu grundvallarlögum þeim, sem þeir
höfðu undir ritað, er þeir þorðu eigi annað upþreist-
arinnar vegna. Lögbundið frelsi átti hvergi hæli á
ítalíu, nema í Sardiníuvíki.
það var ítölum að nokkru leyti sjálfum að
kenna, að ekki tókst betur til með frelsisbaráttu