Iðunn - 01.02.1889, Blaðsíða 69
Camillo Cavour.
63
fornum sið ; hann hafði þá, er að völdum sátu, í
mesta heiðri, en hataði allar frelsishreyfingar.
Állt var gert sem unnt var til þess að drengurinn
skyldi verða auðmjúkur þjónn drottnendanna.
þrátt fyrir það bar snemma hjá honum á næmri
tilfinningu fyrir rjettlæti og frelsi, enda var þetta
einkenni hans til dauðadags. þegar hann var sex
vetra gamall, bar svo við, að hann var a ferð með
foreldrum sínum í Sviss. A póststöð nokkurri
skyldi skipt urn hesta fyrir vagni þeirra, og fjekk
póstmeistarinn þeim ljelegar drógar. Afþessuvarð
'Camillo litli fokvondur, hljóp til æðsta embættis-
manns í bænum, og heimtaði af póstmeistaranum
væri vikið frá embætti. Naumast mun hann hafa
fengið þessu framgengt; en eptirtektavert er atvilc
þetta, og ber vott um, hversu sjálfstæður sveinninn
var, og að hann fann talsvert til sín.
Hann átti að verða hermannaforingi, eins og
flestum tiginbornum mönnum var títt ; því var
hann settur í hermannaskóla; faðir hans, sem var
í miklum metum við hirðina, fjeklc komið honurn
í hirðsveinaflolck hjá konungsefnínu, Karli Albert,
þoim er fyr er nefndur ; þetta þótti ættingjum hans
hið mesta happ, og töldu nú sjálfsagt, að hann
mundi fljótt framast í hernum’. Pilturinn var nú
14 vetra. Honum fannst lítið til þess korna, að
eiga hirðhyllinni einni stöðu sína að þakka; tók
hann að stunda fræði sína af mesta ltappi og búa
sig undir foringjaprófið ; vildi hann ekki eiga frama
sinn að konungsefni, heldur afla sjer hans sjálfur.
fegar hann var 16 vetra gamall, gekk hann undir
foringjapróf, og fjekk ágætiseinkunn; var það 4